Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2023 14:03 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið afar gagnrýnin á fjármálaáætlun og biður Bjarna Benediktsson um að hlusta á gagnrýniraddir. Vísir/Arnar/Vilhelm Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira