Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2023 13:24 Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28