„Það bara kviknaði í gömlum Volvo og hann brann til kaldra kola,“ segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu um málið.
Þegar fréttastofa hafði samband við slökkviliðið voru slökkviliðsmenn enn á vettvangi.
Hann segir engin slys hafa orðið á fólki en ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp: „Ég held að hann hafi verið í akstri, fólkið var komið út en bíllinn var alelda þegar við komum.“
