Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2023 11:16 Upp komst í byrjun árs 2019. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta. Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta.
Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01