Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. apríl 2023 06:56 Gatnamót Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar. Vísir/Vilhelm Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1973 sem fleiri látast úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega og í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fleiri látast í þéttbýli en utan þéttbýlis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um slys í umferðinni árið 2022. Af látnu voru tveir erlendir ferðamenn. Samkvæmt skýrslunni slösuðust 195 alvarlega í umferðinni í fyrra, 123 karlar og 72 konur. Tuttugu börn slösuðust alvarlega á árinu og 97 slösuðust lítillega. Af þeim sem slösuðust alvarlega var 81 á reiðhjóli eða rafhlaupahjóli en 58 í fólksbíl. Alls slösuðust 176 á rafmagnshlaupahjóli, þar af 48 alvarlega. Í skýrslunni segir að flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og næst flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar annars vegar og á hringtorginu í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun hins vegar. Þegar kemur að slysum með meiðslum verða þau flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. „Íbúar Ísafjarðar og Grindavíkur eru þeir sem slasast mest í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum m.v. íbúafjölda á viðkomandi stað. Íbúar Borgarness, Akraness, Akyreyrar og Selfoss standa sig talsvert betur árið 2022 heldur en árin á undan. Íbúar Borgarness standa sig best allra þetta árið en árið 2021 stóðu þeir sig verst allra,“ segir í skýrslunni. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1973 sem fleiri látast úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega og í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fleiri látast í þéttbýli en utan þéttbýlis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um slys í umferðinni árið 2022. Af látnu voru tveir erlendir ferðamenn. Samkvæmt skýrslunni slösuðust 195 alvarlega í umferðinni í fyrra, 123 karlar og 72 konur. Tuttugu börn slösuðust alvarlega á árinu og 97 slösuðust lítillega. Af þeim sem slösuðust alvarlega var 81 á reiðhjóli eða rafhlaupahjóli en 58 í fólksbíl. Alls slösuðust 176 á rafmagnshlaupahjóli, þar af 48 alvarlega. Í skýrslunni segir að flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og næst flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar annars vegar og á hringtorginu í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun hins vegar. Þegar kemur að slysum með meiðslum verða þau flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. „Íbúar Ísafjarðar og Grindavíkur eru þeir sem slasast mest í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum m.v. íbúafjölda á viðkomandi stað. Íbúar Borgarness, Akraness, Akyreyrar og Selfoss standa sig talsvert betur árið 2022 heldur en árin á undan. Íbúar Borgarness standa sig best allra þetta árið en árið 2021 stóðu þeir sig verst allra,“ segir í skýrslunni.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira