„Við erum að vinna í þessu og þurfum að fá niðurstöðu og svo þegar hún liggur fyrir þurfum við að tala við aðstandendur,“ sagði Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi.
Hann segir að það þurfi að fara eftir öllum lögformlegum leiðum og fá óyggjandi niðurstöður um það hver viðkomandi er.
Lögreglan muni senda frá sér frekari upplýsingar þegar niðurstaða í rannsókn málsins liggur fyrir.