Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 14:54 Belgískt skip á veiðum í Ermasundi. EPA Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni. Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni.
Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira