Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 14:54 Belgískt skip á veiðum í Ermasundi. EPA Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni. Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni.
Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira