Björgvin og Kristján báðir í landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 10:14 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í landsliðshópnum sem valinn hefur verið fyrir síðustu leikina í undankeppni EM í handbolta. Einn nýliði er í hópnum. Leikirnir eru við Ísrael á útivelli 27. apríl og við Eistland í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Ef Ísland vinnur báða leiki endar liðið á toppi síns riðils. Útlit var fyrir að Björgvin Páll yrði ekki með í leikjunum en hann tilkynnti um það í færslu á Facebook á byrjun mánaðarins að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. Sú tilkynning kom í kjölfar þess að Kristján og Björgvin höfðu skipst á að senda út yfirlýsingar, eftir að í ljós kom að Björgvin hefði sent Kristjáni skilaboð í febrúar, degi áður en lið þeirra Valur og PAUC mættust í Evrópudeildinni, sem Kristjáni sárnuðu. Björgvin sagðist í fyrrnefndri færslu ekki sjá sér fært að spila með leikmanni sem ekki vildi „ræða málin og clear-a þessa hluti“, og vildi hann að fókusinn yrði á landsleikina en ekki mál þeirra Kristjáns. „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið),“ skrifaði Björgvin. Þorsteinn Leó nýliði í hópnum Nú er hins vegar ljóst að Björgvin verður með í leikjunum mikilvægu og að þeir Kristján endurnýja kynnin eftir að hafa síðast leikið saman með landsliðinu á HM í Svíþjóð í janúar. Kristján er annar af tveimur hægri skyttum í hópnum ásamt Teiti Erni Einarssyni en þeir Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson, sem spila sömu stöðu, eru báðir meiddir. Einn nýliði er í íslenska hópnum að þessu sinni, Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem staðið hefur sig frábærlega með Aftureldingu í vetur og er þar lærisveinn annars af starfandi landsliðsþjálfurum, Gunnars Magnússonar. Gunnar og Ágúst Jóhannsson stýra landsliðinu væntanlega í síðasta sinn í leikjunum tveimur áður en nýr landsliðsþjálfari tekur svo við stjórnartaumunum en enn er óvíst hver það verður. Hópinn sem mætir Ísrael og Eistlandi má sjá hér að neðan. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (254/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (45/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (81/91)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (166/638)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (101/348)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (33/51)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (17/19)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (62/147)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (49/110)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (68/104)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (26/45)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (26/85)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (59/158)Stiven Tobar Valencia, Valur (2/2)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (33/30)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (74/35)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (0/0) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Leikirnir eru við Ísrael á útivelli 27. apríl og við Eistland í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Ef Ísland vinnur báða leiki endar liðið á toppi síns riðils. Útlit var fyrir að Björgvin Páll yrði ekki með í leikjunum en hann tilkynnti um það í færslu á Facebook á byrjun mánaðarins að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. Sú tilkynning kom í kjölfar þess að Kristján og Björgvin höfðu skipst á að senda út yfirlýsingar, eftir að í ljós kom að Björgvin hefði sent Kristjáni skilaboð í febrúar, degi áður en lið þeirra Valur og PAUC mættust í Evrópudeildinni, sem Kristjáni sárnuðu. Björgvin sagðist í fyrrnefndri færslu ekki sjá sér fært að spila með leikmanni sem ekki vildi „ræða málin og clear-a þessa hluti“, og vildi hann að fókusinn yrði á landsleikina en ekki mál þeirra Kristjáns. „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið),“ skrifaði Björgvin. Þorsteinn Leó nýliði í hópnum Nú er hins vegar ljóst að Björgvin verður með í leikjunum mikilvægu og að þeir Kristján endurnýja kynnin eftir að hafa síðast leikið saman með landsliðinu á HM í Svíþjóð í janúar. Kristján er annar af tveimur hægri skyttum í hópnum ásamt Teiti Erni Einarssyni en þeir Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson, sem spila sömu stöðu, eru báðir meiddir. Einn nýliði er í íslenska hópnum að þessu sinni, Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem staðið hefur sig frábærlega með Aftureldingu í vetur og er þar lærisveinn annars af starfandi landsliðsþjálfurum, Gunnars Magnússonar. Gunnar og Ágúst Jóhannsson stýra landsliðinu væntanlega í síðasta sinn í leikjunum tveimur áður en nýr landsliðsþjálfari tekur svo við stjórnartaumunum en enn er óvíst hver það verður. Hópinn sem mætir Ísrael og Eistlandi má sjá hér að neðan. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (254/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (45/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (81/91)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (166/638)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (101/348)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (33/51)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (17/19)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (62/147)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (49/110)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (68/104)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (26/45)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (26/85)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (59/158)Stiven Tobar Valencia, Valur (2/2)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (33/30)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (74/35)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (0/0)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20
Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00