Starship gæti flogið í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 11:45 Starship og Super Heavy í Texas. SpaceX Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Búið er að stafla Starship geimfarinu ofan á eldflaugina á starfssvæði SpaceX í Texas. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Sjá einnig: Færast nær fyrsta geimskoti Starship Til stendur að skjóta Starship á loft í fyrsta lagi á næsta mánudag, 17. apríl. Fyrst þarf SpaceX þó að fá leyfi yfirvalda í Bandaríkjunum. Teams are focused on launch readiness ahead of Starship s first integrated flight test as soon as next week, pending regulatory approval no launch rehearsal this week https://t.co/SpsRVRsvz1 pic.twitter.com/ovYUQgAjAc— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2023 Eins og áður segir er Super Heavy stærri og kröftugri en gömlu Saturn V eldflaugarnar sem notaðar voru til að senda geimfara til tunglsins á árum áður. Eldflaugin er einnig stærri en N1 eldflaug Sovétríkjanna, sem fór þó aldrei á loft þrátt fyrir fjórar tilraunir. Eldflaug SpaceX er einnig stærri og kröftugri en Space Launch System, nýjasta eldflaug Bandaríkjanna, sem flytja á geimfara til tunglsins á komandi árum í Artemis-áætluninni. Sjá einnig: Artemis-1 loks á leið til tunglsins Í frétt Ars Technica segir að starfsmenn SpaceX hafi lokið könnunum um síðustu helgi og Starship sé talið tilbúið til geimskots. Stefnan sé sett á geimskot á hádegi á mánudaginn, að íslenskum tíma. Fyrst þarf þó leyfi. Einnig þarf að gera eina lokaæfingu fyrir geimskotið, sem ekki verður haldin í þessari viku, eins og til stóð. Því gæti verið að ekki takist að skjóta geimfarinu út í geim á mánudaginn. Elon Musk, eigandi SpaceX, sagði á mánudaginn að líklegt væri að af geimskotinu yrði, seinni part næstu viku. Gangi tilraunaskotið eftir á Starship að fljúga næstum því heilan hring í kringum jörðina á rúmum klukkutíma. Geimfarið á að fara á loft frá Texas og lenda í Kyrrahafinu, norður af Havaí. SpaceX Tunglið Bandaríkin Geimurinn Mars Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Musk metur martraðaspá Medvedev marklausa Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. 27. desember 2022 13:22 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Búið er að stafla Starship geimfarinu ofan á eldflaugina á starfssvæði SpaceX í Texas. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Sjá einnig: Færast nær fyrsta geimskoti Starship Til stendur að skjóta Starship á loft í fyrsta lagi á næsta mánudag, 17. apríl. Fyrst þarf SpaceX þó að fá leyfi yfirvalda í Bandaríkjunum. Teams are focused on launch readiness ahead of Starship s first integrated flight test as soon as next week, pending regulatory approval no launch rehearsal this week https://t.co/SpsRVRsvz1 pic.twitter.com/ovYUQgAjAc— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2023 Eins og áður segir er Super Heavy stærri og kröftugri en gömlu Saturn V eldflaugarnar sem notaðar voru til að senda geimfara til tunglsins á árum áður. Eldflaugin er einnig stærri en N1 eldflaug Sovétríkjanna, sem fór þó aldrei á loft þrátt fyrir fjórar tilraunir. Eldflaug SpaceX er einnig stærri og kröftugri en Space Launch System, nýjasta eldflaug Bandaríkjanna, sem flytja á geimfara til tunglsins á komandi árum í Artemis-áætluninni. Sjá einnig: Artemis-1 loks á leið til tunglsins Í frétt Ars Technica segir að starfsmenn SpaceX hafi lokið könnunum um síðustu helgi og Starship sé talið tilbúið til geimskots. Stefnan sé sett á geimskot á hádegi á mánudaginn, að íslenskum tíma. Fyrst þarf þó leyfi. Einnig þarf að gera eina lokaæfingu fyrir geimskotið, sem ekki verður haldin í þessari viku, eins og til stóð. Því gæti verið að ekki takist að skjóta geimfarinu út í geim á mánudaginn. Elon Musk, eigandi SpaceX, sagði á mánudaginn að líklegt væri að af geimskotinu yrði, seinni part næstu viku. Gangi tilraunaskotið eftir á Starship að fljúga næstum því heilan hring í kringum jörðina á rúmum klukkutíma. Geimfarið á að fara á loft frá Texas og lenda í Kyrrahafinu, norður af Havaí.
SpaceX Tunglið Bandaríkin Geimurinn Mars Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Musk metur martraðaspá Medvedev marklausa Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. 27. desember 2022 13:22 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43
Musk metur martraðaspá Medvedev marklausa Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. 27. desember 2022 13:22
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01