Þrír mænuskaddaðir ofurhugar fara yfir Vatnajökul Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 11:27 Frá æfingu þremenninganna á Íslandi í nóvember síðastliðnum. Skjáskot ITV Þrír mænuskaddaðir Bretar hefja ferð sína yfir Vatnajökul í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem teymi fatlaðra fjallgöngumanna fer án stuðnings yfir þennan stærsta jökul Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin ITV greinir frá þessu. Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu. Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sjá meira
Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu.
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sjá meira