„Þegar þú átt ekki nóg er lítil verðhækkun mjög erfið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. apríl 2023 12:15 Bjarni segir verðhækkanir undanfarinna missera bíta skjólstæðinga hjálparstarfs kirkjunnar sérstaklega illa. Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um Páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera eru farnar að bíta. Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“ Hjálparstarf Páskar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“
Hjálparstarf Páskar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira