„Þegar þú átt ekki nóg er lítil verðhækkun mjög erfið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. apríl 2023 12:15 Bjarni segir verðhækkanir undanfarinna missera bíta skjólstæðinga hjálparstarfs kirkjunnar sérstaklega illa. Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um Páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera eru farnar að bíta. Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“ Hjálparstarf Páskar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“
Hjálparstarf Páskar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels