Hvers á kerling að gjalda? Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 7. apríl 2023 15:00 Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun