Heildartjónið nemur 150 milljónum króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 20:06 Mikið tjón varð á fjölbýlishúsum í snjóflóðinu. Landsbjörg Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira