Heildartjónið nemur 150 milljónum króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 20:06 Mikið tjón varð á fjölbýlishúsum í snjóflóðinu. Landsbjörg Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira