Tré rifnuðu upp með rótum í snjóflóðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:42 Skemmdir á trjágróðri neðan Nesgils ofan hverfisins þar sem snjóflóð lenti á fjölbýlishúsi utarlega í byggðinni í Neskaupstað að morgni mánudags 27. mars. Veðurstofa Íslands/Óliver Hilmarsson Veðurstofan telur að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti snjóflóðanna sem féllu á bæinn í lok mars. Ljóst er að flóðin voru kraftmikil en stór grenitré rifnuðu upp með rótum í þeim. Síðustu daga hefur Veðurstofan unnið að mælingum á snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað í síðustu viku og hafist handa að vinna úr gögnum. Búið er að ljósmynda upptöku- og úthlaupssvæði þeirra af jörðu og úr lofti en starfsmenn hafa fengið aðstoð björgunarsveita og heimamanna við mælingar. Fyrsta snjóflóðið sem féll á bæinn mánudagsmorguninn 27. mars var þurrt flekaflóð líkt og næstu flóð sama dag. Féllu þau í kjölfar skammvinnri en ákafri snjókomu um nóttina. Náðu fyrstu flóðin langt og lentu á húsum undir Nesgili og stöðvuðu svo skammt ofan byggðar neðan Bakkagils. Fyrsta uppkast að útlínum snjóflóða sem féllu í Neskaupstað 27.-31. mars 2023. Unnið verður áfram úr gögnum og útlínur kunna að breytast eða fleiri útlínur bætast við. Verkís/Veðurstofan Miðvikudaginn 29. mars kom ný lægð að landinu með mikilli ofankomu, snjókomu í fyrstu, en svo tók að hlýna smátt og smátt og endaði úrkoman í rigningu alveg upp í fjallahæð á föstudag og laugardag. Þá féllu mörg stór flekaflóð við bæinn, meðal annars á snjóflóðakeilur ofan varnargarða. Þau flóð voru blautari og efnismeiri en náðu engu að síður langt og féllu á miklum hraða. Þegar snjóflóðin úr Nesgili og Bakkagili voru skoðuð nánar, eftir að skafrenningssnjór sem þakti snjóflóðstungurnar hafði bráðnað, kom í ljós að þau höfðu eyðilagt trjágróður á stórum svæðum og borið fram grjót og gróðurtorfur. Stór grenitré rifnuðu upp með rótum eða kubbuðust í sundur neðarlega. Birki og víðirunnar virtust aflagast og leggjast undan flóðinu án þess að brotna. Einföld skýringarmynd af snjóflóði sem líkist flóðunum sem féllu í Neskaupstað 27. mars. Stefna flóðsins er frá hægri til vinstri. (Mynd byggð á skýringarmynd Betty Sovilla við Svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunina SLF í Davos)Veðurstofan „Iðufaldur er talinn hafa borist áfram á miklum hraða fremst í snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Iðufaldurinn barst yfir leiðigarða undir Skollahvilft og Innra-Bæjargili og snjóflóðið úr Innra-Bæjargili olli að mörgu leyti svipuðu tjóni á húsi og bílum og varð í Neskaupstað á mánudaginn. Leiðigarðurinn bægði hins vegar þétta kjarnanum frá og kom þar með í veg fyrir mun meiratjón en varð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Fyrstu vettvangskannanir benda til þess að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og að brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti iðufaldursins. Ummerki snjóflóðs sem féll mánudaginn 27. mars á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Snjóflóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 m löngum kafla og náði 10-20 m niður á neðri garðhliðina. Veðurstofa Íslands/Ragnar Heiðar Þrastarson Þegar flekasnjóflóð fara af stað myndast svokölluð „brotstál“ í upptakasvæðunum. Brotstálin eftir snjóflóðin sem fóru af stað á mánudaginn 27. mars eru víða illgreinanleg vegna þess að mikið fennti dagana á eftir. En brotstálin eftir snjóflóðin sem féllu seinni hluta vikunnar eru skýr. „Í Tröllagiljum og Drangagili í Neskaupstað eru svokölluð „upptakastoðvirki“ ofarlega í giljunum. Þau eru hönnuð til þess að draga úr stærð þeirra snjóflóða sem geta farið af stað. Þau gegna líka því hlutverki að fækka snjóflóðum, því flóðin eiga oft upptök efst undir klettum, þar sem stoðvirkin eru. Á þessum svæðum má ætla að snjóflóðin hafi orðið minni en ella vegna þess að stoðvirkin komu í veg fyrir að snjóflóð færu af stað á stórum svæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Síðustu daga hefur Veðurstofan unnið að mælingum á snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað í síðustu viku og hafist handa að vinna úr gögnum. Búið er að ljósmynda upptöku- og úthlaupssvæði þeirra af jörðu og úr lofti en starfsmenn hafa fengið aðstoð björgunarsveita og heimamanna við mælingar. Fyrsta snjóflóðið sem féll á bæinn mánudagsmorguninn 27. mars var þurrt flekaflóð líkt og næstu flóð sama dag. Féllu þau í kjölfar skammvinnri en ákafri snjókomu um nóttina. Náðu fyrstu flóðin langt og lentu á húsum undir Nesgili og stöðvuðu svo skammt ofan byggðar neðan Bakkagils. Fyrsta uppkast að útlínum snjóflóða sem féllu í Neskaupstað 27.-31. mars 2023. Unnið verður áfram úr gögnum og útlínur kunna að breytast eða fleiri útlínur bætast við. Verkís/Veðurstofan Miðvikudaginn 29. mars kom ný lægð að landinu með mikilli ofankomu, snjókomu í fyrstu, en svo tók að hlýna smátt og smátt og endaði úrkoman í rigningu alveg upp í fjallahæð á föstudag og laugardag. Þá féllu mörg stór flekaflóð við bæinn, meðal annars á snjóflóðakeilur ofan varnargarða. Þau flóð voru blautari og efnismeiri en náðu engu að síður langt og féllu á miklum hraða. Þegar snjóflóðin úr Nesgili og Bakkagili voru skoðuð nánar, eftir að skafrenningssnjór sem þakti snjóflóðstungurnar hafði bráðnað, kom í ljós að þau höfðu eyðilagt trjágróður á stórum svæðum og borið fram grjót og gróðurtorfur. Stór grenitré rifnuðu upp með rótum eða kubbuðust í sundur neðarlega. Birki og víðirunnar virtust aflagast og leggjast undan flóðinu án þess að brotna. Einföld skýringarmynd af snjóflóði sem líkist flóðunum sem féllu í Neskaupstað 27. mars. Stefna flóðsins er frá hægri til vinstri. (Mynd byggð á skýringarmynd Betty Sovilla við Svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunina SLF í Davos)Veðurstofan „Iðufaldur er talinn hafa borist áfram á miklum hraða fremst í snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Iðufaldurinn barst yfir leiðigarða undir Skollahvilft og Innra-Bæjargili og snjóflóðið úr Innra-Bæjargili olli að mörgu leyti svipuðu tjóni á húsi og bílum og varð í Neskaupstað á mánudaginn. Leiðigarðurinn bægði hins vegar þétta kjarnanum frá og kom þar með í veg fyrir mun meiratjón en varð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Fyrstu vettvangskannanir benda til þess að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og að brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti iðufaldursins. Ummerki snjóflóðs sem féll mánudaginn 27. mars á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Snjóflóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 m löngum kafla og náði 10-20 m niður á neðri garðhliðina. Veðurstofa Íslands/Ragnar Heiðar Þrastarson Þegar flekasnjóflóð fara af stað myndast svokölluð „brotstál“ í upptakasvæðunum. Brotstálin eftir snjóflóðin sem fóru af stað á mánudaginn 27. mars eru víða illgreinanleg vegna þess að mikið fennti dagana á eftir. En brotstálin eftir snjóflóðin sem féllu seinni hluta vikunnar eru skýr. „Í Tröllagiljum og Drangagili í Neskaupstað eru svokölluð „upptakastoðvirki“ ofarlega í giljunum. Þau eru hönnuð til þess að draga úr stærð þeirra snjóflóða sem geta farið af stað. Þau gegna líka því hlutverki að fækka snjóflóðum, því flóðin eiga oft upptök efst undir klettum, þar sem stoðvirkin eru. Á þessum svæðum má ætla að snjóflóðin hafi orðið minni en ella vegna þess að stoðvirkin komu í veg fyrir að snjóflóð færu af stað á stórum svæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45