Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 21:15 Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Vísir/Vilhelm Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum. Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum.
Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira