Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 21:15 Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Vísir/Vilhelm Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum. Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum.
Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira