Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 13:50 Niceair var stofnað á síðasta ári. Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið niceair@niceair.is, auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair. Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið niceair@niceair.is, auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair.
Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira