Betur gert, flokkað og merkt! Hugrún Geirsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:39 Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna! Á árinu 2023 verður flokkun úrgangs stórbætt og einfölduð um allt land. Hringrásarlögin svokölluðu kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í fleiri úrgangsflokka á heimilum og vinnustöðum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum í takt. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Umhverfisstofnun flokka langflestir úrganginn sinn en sífellt fleiri hafa áhuga á að flokka í fleiri úrgangsflokka en þeir gera í dag, eða 75% landsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að landsmenn eru tilbúnir til að gera betur í flokkun sé þeim boðið tækifæri til þess. Og nú er tækifærið! Í upphafi árs tóku gildi ný lög sem hafa oft verið kölluð einu nafni hringrásarlögin. Hringrásarlögin skapa ramma fyrir okkur svo hægt sé að halda auðlindum okkar í hringrás. Samhliða betrumbættu fyrirkomulagi við flokkun þurfum við þó einnig að huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs og lágmarkað alla sóun. Rétt meðferð úrgangsauðlindarinnar er allt í senn loftslagsmál, sjálfbærnimál og umfram allt spurning um heilbrigða skynsemi. En hvaða breytingar er hér um að ræða? Flokkarnir sjö Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Við kveðjum ekki tunnuna fyrir blandaða úrganginn fyrir fullt og allt alveg strax þar sem ýmislegt þarf að rata þangað sem ekki á heima í flokkunartunnum. Umfang hennar á þó að minnka samhliða betri flokkun. Pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi verður safnað við heimili og vinnustaði en textíl, málmum, gleri og spilliefnum verður safnað með öðrum hætti. Sveitarfélögunum er ætlað að útfæra leiðir við söfnun þessara úrgangsflokka. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka enda er markmiðið að koma honum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Urðun er úrelt þar sem hún er langversta aðferðin við meðhöndlun úrgangs. Borgað þegar hent er Við lagabreytinguna eiga sveitarfélögin að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði. Með nýju fyrirkomulagi sem kallast „Borgað þegar hent er“ mun hvert heimili borga eftir magni og tegund úrgangs. Þau sem fleygja minna og flokka vel geta lækkað sinn kostnað fyrir meðhöndlun úrgangs. Breytingunni er ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins með hagrænum hvötum. Þannig má spara, umhverfið græðir en ávinningurinn er okkar allra! Sömu flokkunarmerkingar Sömu merkingar á ílátum og tunnum fyrir úrgang verða að veruleika á árinu 2023 og er kannski sú breyting sem flestir landsmenn hafa beðið eftir. Flokkun úrgangs á að vera einföld og skilvirk og því hefur notkun á samnorrænum merkingum fyrir flokkunartunnur- og ílát verið lögfest. Þessar merkingar er einnig að finna á mörgum vöruflokkum sem sýnir á einfaldan hátt í hvaða flokk varan eða umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni. Rétt skal vera létt og létt að flokka rétt! Allan hringinn Nú í apríl fer af stað vitundarvakning undir merkjum verkefnisins Allan hringinn. Verkefnið er samstarf stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu en allir þessir aðilar eiga mikið undir því að innleiðing hringrásarlaganna gangi greiðlega fyrir sig. Markmið vitundarvakningarinnar er að kynna nýtt og betrumbætt fyrirkomulag við flokkun úrgangs undir slagorðinu „Betur gert, flokkað og merkt“. Innleiðing lagabreytinganna og aðlögun að kröfum þeirra mun eiga sér stað yfir allt árið. Nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu mun til að mynda koma með vorinu á meðan einhver önnur sveitarfélög gætu þegar hafa sett upp nýjar tunnur og merkingar. Við sem stöndum að baki verkefninu Allan hringinn hvetjum ykkur til að kynna ykkur upplýsingar um breytingarnar á vefsíðunni úrgangur.is þar sem einnig má nálgast kynningarefni. Tökum komandi breytingum fagnandi og sameinumst um að halda dýrmætum auðlindum í hringrásinni – allan hringinn! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorphirða Loftslagsmál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna! Á árinu 2023 verður flokkun úrgangs stórbætt og einfölduð um allt land. Hringrásarlögin svokölluðu kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í fleiri úrgangsflokka á heimilum og vinnustöðum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum í takt. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Umhverfisstofnun flokka langflestir úrganginn sinn en sífellt fleiri hafa áhuga á að flokka í fleiri úrgangsflokka en þeir gera í dag, eða 75% landsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að landsmenn eru tilbúnir til að gera betur í flokkun sé þeim boðið tækifæri til þess. Og nú er tækifærið! Í upphafi árs tóku gildi ný lög sem hafa oft verið kölluð einu nafni hringrásarlögin. Hringrásarlögin skapa ramma fyrir okkur svo hægt sé að halda auðlindum okkar í hringrás. Samhliða betrumbættu fyrirkomulagi við flokkun þurfum við þó einnig að huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs og lágmarkað alla sóun. Rétt meðferð úrgangsauðlindarinnar er allt í senn loftslagsmál, sjálfbærnimál og umfram allt spurning um heilbrigða skynsemi. En hvaða breytingar er hér um að ræða? Flokkarnir sjö Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Við kveðjum ekki tunnuna fyrir blandaða úrganginn fyrir fullt og allt alveg strax þar sem ýmislegt þarf að rata þangað sem ekki á heima í flokkunartunnum. Umfang hennar á þó að minnka samhliða betri flokkun. Pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi verður safnað við heimili og vinnustaði en textíl, málmum, gleri og spilliefnum verður safnað með öðrum hætti. Sveitarfélögunum er ætlað að útfæra leiðir við söfnun þessara úrgangsflokka. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka enda er markmiðið að koma honum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Urðun er úrelt þar sem hún er langversta aðferðin við meðhöndlun úrgangs. Borgað þegar hent er Við lagabreytinguna eiga sveitarfélögin að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði. Með nýju fyrirkomulagi sem kallast „Borgað þegar hent er“ mun hvert heimili borga eftir magni og tegund úrgangs. Þau sem fleygja minna og flokka vel geta lækkað sinn kostnað fyrir meðhöndlun úrgangs. Breytingunni er ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins með hagrænum hvötum. Þannig má spara, umhverfið græðir en ávinningurinn er okkar allra! Sömu flokkunarmerkingar Sömu merkingar á ílátum og tunnum fyrir úrgang verða að veruleika á árinu 2023 og er kannski sú breyting sem flestir landsmenn hafa beðið eftir. Flokkun úrgangs á að vera einföld og skilvirk og því hefur notkun á samnorrænum merkingum fyrir flokkunartunnur- og ílát verið lögfest. Þessar merkingar er einnig að finna á mörgum vöruflokkum sem sýnir á einfaldan hátt í hvaða flokk varan eða umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni. Rétt skal vera létt og létt að flokka rétt! Allan hringinn Nú í apríl fer af stað vitundarvakning undir merkjum verkefnisins Allan hringinn. Verkefnið er samstarf stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu en allir þessir aðilar eiga mikið undir því að innleiðing hringrásarlaganna gangi greiðlega fyrir sig. Markmið vitundarvakningarinnar er að kynna nýtt og betrumbætt fyrirkomulag við flokkun úrgangs undir slagorðinu „Betur gert, flokkað og merkt“. Innleiðing lagabreytinganna og aðlögun að kröfum þeirra mun eiga sér stað yfir allt árið. Nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu mun til að mynda koma með vorinu á meðan einhver önnur sveitarfélög gætu þegar hafa sett upp nýjar tunnur og merkingar. Við sem stöndum að baki verkefninu Allan hringinn hvetjum ykkur til að kynna ykkur upplýsingar um breytingarnar á vefsíðunni úrgangur.is þar sem einnig má nálgast kynningarefni. Tökum komandi breytingum fagnandi og sameinumst um að halda dýrmætum auðlindum í hringrásinni – allan hringinn! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun