Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 08:06 Afganskar konur mótmæla því að mega ekki sækja sér háskólamenntun. Getty Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC. Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC.
Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira