Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Máni Snær Þorláksson skrifar 4. apríl 2023 11:10 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. Rætt var við Ara í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í sjálfu sér eru engin orð sem geta lýst því hvernig það er að ganga í gegnum þetta. Það sé alltaf skelfilegt að þurfa að lóga öllu sauðfé vegna riðu en aldrei eins slæmt og á þessum árstíma, rétt fyrir sauðburð. „Þetta er tuttugu og fimm ára starf sem er farið fyrir bí. Þannig þetta er helvíti svakalegt högg. Auðvitað er þetta mesta höggið fyrir okkur hér á bænum en líka fyrir bændurna í kring - við höfum verið á svokölluðu hreinu hólfi og þetta setur náttúrulega allt á hliðina hérna hjá okkur. Það er bara þannig.“ Ari segir að hann sé ekki í tilfinningalegu sambandi við allar kindurnar en að þetta sé þó mikið tilfinningalegt tjón: „Kannski ekki alveg hverja eina og einustu en það þarf nú kannski ekki margar til, til þess að finna að þetta er svakalegt tilfinningalegt tjón.“ Hreinsunarstarf og uppbygging Framundan er hreinsunarstarf og uppbygging á Bergsstöðum. Endurnýa þarf allt í öllum húsum og þrífa. Svo þarf að fara í jarðvegsskipti við fjárhús, koma skít úr húsunum, grafa hann og hey. „Það var farið yfir það allt í gær með okkur, hvernig á að standa að því.“ Því næst fer svo af stað samningaferli við ríki um afurðatjónsbætur. Ari segist ekki vita hvernig það ferli er í raun og veru en að einhver starfsmaður ráðuneytisins komi til með að standa fyrir þeim samningum. „Svo náttúrulega verður að reyna að koma skepnunum sem fyrst til förgunar.“ Á góða að Það verður mikil vinna að koma bænum aftur í gang en Ara skilst að þau geti mögulega fengið fé aftur haustið árið 2025. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þangað til, hreinsunarstarfið mun taka tíma og uppbyggingin sömuleiðis. „Ég náttúrulega er nokkuð handlaginn þó ég segi sjálfur frá, hef byggt þetta allt upp sjálfur meira og minna. En við eigum sem betur fer góða nágranna og góða fjölskyldu, þau koma nú sjálfsagt til með að hjálpa okkur eitthvað.“ Ari segir að dagarnir verði núna öðruvísi þar sem það verður hvorki sauðburður né smalamennska. Hann gæti þó reynt að skella sér með nágrönnunum í slíka vinnu. „Við eigum góða sveitunga og allir hafa sýnt okkur stuðning,“ segir hann. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Rætt var við Ara í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í sjálfu sér eru engin orð sem geta lýst því hvernig það er að ganga í gegnum þetta. Það sé alltaf skelfilegt að þurfa að lóga öllu sauðfé vegna riðu en aldrei eins slæmt og á þessum árstíma, rétt fyrir sauðburð. „Þetta er tuttugu og fimm ára starf sem er farið fyrir bí. Þannig þetta er helvíti svakalegt högg. Auðvitað er þetta mesta höggið fyrir okkur hér á bænum en líka fyrir bændurna í kring - við höfum verið á svokölluðu hreinu hólfi og þetta setur náttúrulega allt á hliðina hérna hjá okkur. Það er bara þannig.“ Ari segir að hann sé ekki í tilfinningalegu sambandi við allar kindurnar en að þetta sé þó mikið tilfinningalegt tjón: „Kannski ekki alveg hverja eina og einustu en það þarf nú kannski ekki margar til, til þess að finna að þetta er svakalegt tilfinningalegt tjón.“ Hreinsunarstarf og uppbygging Framundan er hreinsunarstarf og uppbygging á Bergsstöðum. Endurnýa þarf allt í öllum húsum og þrífa. Svo þarf að fara í jarðvegsskipti við fjárhús, koma skít úr húsunum, grafa hann og hey. „Það var farið yfir það allt í gær með okkur, hvernig á að standa að því.“ Því næst fer svo af stað samningaferli við ríki um afurðatjónsbætur. Ari segist ekki vita hvernig það ferli er í raun og veru en að einhver starfsmaður ráðuneytisins komi til með að standa fyrir þeim samningum. „Svo náttúrulega verður að reyna að koma skepnunum sem fyrst til förgunar.“ Á góða að Það verður mikil vinna að koma bænum aftur í gang en Ara skilst að þau geti mögulega fengið fé aftur haustið árið 2025. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þangað til, hreinsunarstarfið mun taka tíma og uppbyggingin sömuleiðis. „Ég náttúrulega er nokkuð handlaginn þó ég segi sjálfur frá, hef byggt þetta allt upp sjálfur meira og minna. En við eigum sem betur fer góða nágranna og góða fjölskyldu, þau koma nú sjálfsagt til með að hjálpa okkur eitthvað.“ Ari segir að dagarnir verði núna öðruvísi þar sem það verður hvorki sauðburður né smalamennska. Hann gæti þó reynt að skella sér með nágrönnunum í slíka vinnu. „Við eigum góða sveitunga og allir hafa sýnt okkur stuðning,“ segir hann.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira