Gert upp á milli barna í Reykjavík Helga Dögg Yngvadóttir skrifar 4. apríl 2023 08:01 Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Fjölnir Skautaíþróttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun