Sálfélagslegur stuðningur í þjónustumiðstöð í Neskaupstað Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. apríl 2023 23:59 Þjónustumiðstöð Almannavarna mun leiðbeina fólki hvað varðar bráðabirgðahúsnæði. Ingólfur Haraldsson Almannavarnir hafa opnað þjónustumiðstöð í Neskaupstað sem á að aðstoða við hinar ýmsu áskoranir sem fólk á svæðinu glímir við eftir snjóflóð síðustu viku. Búið er að hrinda af stað söfnun fyrir þá sem sjá fram á mikinn kostnað vegna flóðanna. Áhrifa snjóflóðana sem féllu í Neskaupstað gætir enn og hafa Almannavarnir opnað þjónustumiðstöð í Egilsbúð. Í þjónustumiðstöðinni má finna alls kyns gagnlegar upplýsingar og aðstoð við praktísk mál eins og tryggingar, hvar fólk eigi að búa til bráðabirgða og hvert skuli snúa sér til þess að sækja bætur. þar er einnig að finna sálfélagslegan stuðning sem Rauði Krossinn stendur fyrir. Daði Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað segir að fólk muni geta sótt þær upplýsingar sem það þurfi í þjónustumiðstöðina. „Það er þjónustumiðstöð búin að opna og hún er í Egilsbúð sem er í félagsheimilinu okkar. Hún opnaði í dag og er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum í þessu öllu saman. Þannig að fólk getur leitað þangað og sérfræðingar leiðbeina fólki.“ Þá hefur Rótaríklúbburinn á svæðinu sett af stað söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni enda munu náttúruhamfaratryggingar ekki bæta að fullu tjón sem fólk varð fyrir. Eigin áhætta fólks sé um 600.000 krónur sé innbúið skemmt líka og svo tvö prósent af heildartjóni. „Það er ekki á það bætandi að þurfa að hafa áhyggjur af þessum málum ofan í allt hitt. Samfélagið og yfirvöld eiga að tryggja að borgarar landsins séu ekki að lenda í svona veseni, ef maður getur orðað það svo.“ Snjóflóð í Neskaupstað Almannavarnir Björgunarsveitir Tryggingar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. 2. apríl 2023 23:06 Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Áhrifa snjóflóðana sem féllu í Neskaupstað gætir enn og hafa Almannavarnir opnað þjónustumiðstöð í Egilsbúð. Í þjónustumiðstöðinni má finna alls kyns gagnlegar upplýsingar og aðstoð við praktísk mál eins og tryggingar, hvar fólk eigi að búa til bráðabirgða og hvert skuli snúa sér til þess að sækja bætur. þar er einnig að finna sálfélagslegan stuðning sem Rauði Krossinn stendur fyrir. Daði Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað segir að fólk muni geta sótt þær upplýsingar sem það þurfi í þjónustumiðstöðina. „Það er þjónustumiðstöð búin að opna og hún er í Egilsbúð sem er í félagsheimilinu okkar. Hún opnaði í dag og er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum í þessu öllu saman. Þannig að fólk getur leitað þangað og sérfræðingar leiðbeina fólki.“ Þá hefur Rótaríklúbburinn á svæðinu sett af stað söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni enda munu náttúruhamfaratryggingar ekki bæta að fullu tjón sem fólk varð fyrir. Eigin áhætta fólks sé um 600.000 krónur sé innbúið skemmt líka og svo tvö prósent af heildartjóni. „Það er ekki á það bætandi að þurfa að hafa áhyggjur af þessum málum ofan í allt hitt. Samfélagið og yfirvöld eiga að tryggja að borgarar landsins séu ekki að lenda í svona veseni, ef maður getur orðað það svo.“
Snjóflóð í Neskaupstað Almannavarnir Björgunarsveitir Tryggingar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. 2. apríl 2023 23:06 Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. 2. apríl 2023 23:06
Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33