Almannavarnir hafa komið upp þjónustumiðstöð í Neskaupsstað sem á að aðstoða við hinar ýmsu áskoranir sem fólk á svæðinu glímir við eftir snjóflóð síðustu viku. Við tökum stöðuna fyrir austan en búið er að hrinda af stað söfnun fyrir þá sem sjá fram á kostnað vegna flóðanna.
Miklar sviptingar eru í finnskum stjórnmálum en ljóst er að forsætisráðherrann Sanna Marin mun ekki leiða næstu stjórnarmyndunarviðræður þar sem hún laut í lægra haldi fyrir íhaldsmönnum í Sambandsflokknum. Farið verður yfir niðurstöður finnsku þingkosninganna í kvöldfréttum.
Fyrirhugaðri sumarlokun skautasvellsins í Grafarvogi er harðlega mótmælt – við kíkjum þangað og kynnum okkur málið og hittum jafnframt eina helsta vonarstjörnu landsins í píanóleik.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.