Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 13:47 Riðuveiki er langvinn og ólæknandi. Talið er að prótín sem veldur veikinni geti lifað í áratug í umhverfinu og valdið endurteknum smitum. Myndin er úr safn og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hættii. Vísir/Vilhelm Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. Matvælastofnun segir að bændurnir á Bergsstöðum hafi haft samband í síðustu viku og tilkynnt um veikar kindur með einkenni sem pössuðu við riðu. Starfsmenn stofnunarinnar tóku þá sýni og staðfesti tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum að riða væri í fénu. Nú er unnið sé að undirbúningi aðgerða en Matvælastofnun vill að 690 kindum á bænum verði lógað sem fyrst í ljósi þess að mest smithætta sé við sauðburð. Bergsstaðir eru í sóttvarnasvæðinu Miðfjarðarhólfi en það hefur fram að þessu talist ósýkt svæði samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Nú verður svæðið skilgreint sem sýkt. Það hefur í för með sér að óheimilt verður að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem getur borið smitefni á milli staða eins og hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Þá verður óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé, að því er segir í grein á vef Matvælastofnunar. Hún veldu hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna. Smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Veikin leiðir kind stundum til dauða á fáum vikum eða skemur. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Matvælastofnun segir að bændurnir á Bergsstöðum hafi haft samband í síðustu viku og tilkynnt um veikar kindur með einkenni sem pössuðu við riðu. Starfsmenn stofnunarinnar tóku þá sýni og staðfesti tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum að riða væri í fénu. Nú er unnið sé að undirbúningi aðgerða en Matvælastofnun vill að 690 kindum á bænum verði lógað sem fyrst í ljósi þess að mest smithætta sé við sauðburð. Bergsstaðir eru í sóttvarnasvæðinu Miðfjarðarhólfi en það hefur fram að þessu talist ósýkt svæði samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Nú verður svæðið skilgreint sem sýkt. Það hefur í för með sér að óheimilt verður að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem getur borið smitefni á milli staða eins og hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Þá verður óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé, að því er segir í grein á vef Matvælastofnunar. Hún veldu hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna. Smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Veikin leiðir kind stundum til dauða á fáum vikum eða skemur. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira