Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2023 12:03 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Hún vill auka aðgengi að Naloxone nefúðanum. Rauði krossinn Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53
Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38
Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00