Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 10:06 Viðbragðsaðilar á vettvangi sprengingarinnar á kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar í gær. Tugir særðust, þar af nokkrir alvarlega. AP Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. Maksim Fomin, betur þekktur sem Vladlen Tatarskíj á samfélagsmiðlum, lét lífið þegar sprengja sprakk á viðburði á Street Food Bar #1 kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar um miðjan dag í gær. Kaffihúsið var eitt sinn í eigu Jevgení Prigozhin, yfirmanns málaliðahópsins Wagner Group sem berst fyrir Rússa í Úkraínu. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni, þar af tíu alvarlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan sem var handtekin heitir Darja Trepova og er 26 ára gömul. Hún var handtekin nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar og systir voru yfirheyrðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttir í Rússlandi hermi að Trepova hafi verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga í tengslum við mótmæli gegn innrásinni í febrúar í fyrra. Beðin um að skilja styttuna eftir ef hún kynni að vera sprengja Yfirvöld telja að sprengja hafi verið falin inni í brjóstmynd af Tatarskíj sem hann fékk að gjöf rétt áður en sprengjan sprakk. Á myndbandi frá kaffihúsinu heyrist Tatarskíj grínast með styttuna og setja hana á borð við hliðina á sér. AP-fréttastofan hefur eftir vitnum að konan hafi borið fram spurningar til Tatarskíj á viðburðinum. Hún hafi meðal annars sagst hafa gert brjóstmynd af honum en öryggisverðir hafi beðið sig um að skilja hana eftir við dyrnar ef vera skyldi að hún væri í raun sprengja. Eftir grín og hlátur hafi konan sótt styttuna og afhent Tatarskíj hana. New York Times hefur eftir rússneskum fjölmiðil að konan hafi kynnt sig sem myndhöggvara að nafni Natsja. Leiddar hafa verið að því líkur í sumum rússneskum fjölmiðlum að konunni kunni að hafa verið ókunnugt um sprengjuna. Tilræðismennirnri hafi notfært sér hana til þess að afhenda styttuna. Saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð Nefnd gegn hryðjuverkastarfsemi, æðsta öryggisstofnun Rússlands í hryðjuverkamálum, sakar úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið að tilræðinu með fulltingi samtaka Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Trepova er lýst sem virkum stuðningsmanni samtakanna. Úkraínumenn gefa lítið fyrir þær ásakanir. Mykhailo Podoljak,ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði um innanhússátök í Rússlandi að ræða. „Köngulærnar éta hver aðra í krukku,“ tísti hann. Tilræðið í Pétursborg er þó talið minna á morðið á Darju Duginu, fjölmiðlakonu sem var ötull stuðningsmaður árásarinnar og dóttur þekkts öfgaþjóðernissinna og ráðgjafa Pútín, í ágúst. Bandaríska leyniþjónustan telur að einhverjir angar úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á bílsprengju sem varð Duginu að bana. Úkraínsku stjórnvöld þvertóku fyrir að bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsóknarlögregumaður að störfum á Street Food Bar #1 í Pétursborg. Tatarskíj ræddi þar við stuðningsmenn innrásar Rússa í Úkraínu þegar sprengja sprakk.AP Rekur árásin til hóps róttæklinga Tatarskíj, sem var einarður stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu, hafði engu að síður verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, herinn og jafnvel Vladímír Pútín forseta vegna klúðurs í stríðsrekstrinum. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Kænugarði hafi lagt fæð á Tatarskíj. Hann og aðrir hernaðarbloggarar hafi lengi sætt hótunum Úkraínumanna. Prigozhin, yfirmaður Wagner Group, minntist Tatarskíj í myndbandi sem hann tók upp í gærkvöldi. Hann segist þó ekki telja að Úkraínumenn beri ábyrgð á dauða hans heldur „hópur róttæklinga“ sem tengist stjórnvöldum í Kænugarði ekki. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Maksim Fomin, betur þekktur sem Vladlen Tatarskíj á samfélagsmiðlum, lét lífið þegar sprengja sprakk á viðburði á Street Food Bar #1 kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar um miðjan dag í gær. Kaffihúsið var eitt sinn í eigu Jevgení Prigozhin, yfirmanns málaliðahópsins Wagner Group sem berst fyrir Rússa í Úkraínu. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni, þar af tíu alvarlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan sem var handtekin heitir Darja Trepova og er 26 ára gömul. Hún var handtekin nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar og systir voru yfirheyrðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttir í Rússlandi hermi að Trepova hafi verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga í tengslum við mótmæli gegn innrásinni í febrúar í fyrra. Beðin um að skilja styttuna eftir ef hún kynni að vera sprengja Yfirvöld telja að sprengja hafi verið falin inni í brjóstmynd af Tatarskíj sem hann fékk að gjöf rétt áður en sprengjan sprakk. Á myndbandi frá kaffihúsinu heyrist Tatarskíj grínast með styttuna og setja hana á borð við hliðina á sér. AP-fréttastofan hefur eftir vitnum að konan hafi borið fram spurningar til Tatarskíj á viðburðinum. Hún hafi meðal annars sagst hafa gert brjóstmynd af honum en öryggisverðir hafi beðið sig um að skilja hana eftir við dyrnar ef vera skyldi að hún væri í raun sprengja. Eftir grín og hlátur hafi konan sótt styttuna og afhent Tatarskíj hana. New York Times hefur eftir rússneskum fjölmiðil að konan hafi kynnt sig sem myndhöggvara að nafni Natsja. Leiddar hafa verið að því líkur í sumum rússneskum fjölmiðlum að konunni kunni að hafa verið ókunnugt um sprengjuna. Tilræðismennirnri hafi notfært sér hana til þess að afhenda styttuna. Saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð Nefnd gegn hryðjuverkastarfsemi, æðsta öryggisstofnun Rússlands í hryðjuverkamálum, sakar úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið að tilræðinu með fulltingi samtaka Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Trepova er lýst sem virkum stuðningsmanni samtakanna. Úkraínumenn gefa lítið fyrir þær ásakanir. Mykhailo Podoljak,ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði um innanhússátök í Rússlandi að ræða. „Köngulærnar éta hver aðra í krukku,“ tísti hann. Tilræðið í Pétursborg er þó talið minna á morðið á Darju Duginu, fjölmiðlakonu sem var ötull stuðningsmaður árásarinnar og dóttur þekkts öfgaþjóðernissinna og ráðgjafa Pútín, í ágúst. Bandaríska leyniþjónustan telur að einhverjir angar úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á bílsprengju sem varð Duginu að bana. Úkraínsku stjórnvöld þvertóku fyrir að bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsóknarlögregumaður að störfum á Street Food Bar #1 í Pétursborg. Tatarskíj ræddi þar við stuðningsmenn innrásar Rússa í Úkraínu þegar sprengja sprakk.AP Rekur árásin til hóps róttæklinga Tatarskíj, sem var einarður stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu, hafði engu að síður verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, herinn og jafnvel Vladímír Pútín forseta vegna klúðurs í stríðsrekstrinum. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Kænugarði hafi lagt fæð á Tatarskíj. Hann og aðrir hernaðarbloggarar hafi lengi sætt hótunum Úkraínumanna. Prigozhin, yfirmaður Wagner Group, minntist Tatarskíj í myndbandi sem hann tók upp í gærkvöldi. Hann segist þó ekki telja að Úkraínumenn beri ábyrgð á dauða hans heldur „hópur róttæklinga“ sem tengist stjórnvöldum í Kænugarði ekki.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55
Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53