Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:20 Listamennirnir voru í svo miklu stuði að þeir hentu í eina sjálfu í Smáranum. @hreimur78 Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti. Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti.
Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira