„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 13:04 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræddi um skipunina á Karli Gauta Hjaltasyni í Silfrinu á RÚV. Vísir/Jóhann/Vilhelm Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa. Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa.
Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira