Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 19:26 Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44