Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 17:26 Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í landsliðinu, Björgvini Pál Gústavssyni. Vísir/Vilhelm Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC. Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC.
Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40