Ég heiti 180654 5269 Viðar Eggertsson skrifar 31. mars 2023 16:31 Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar