„Opin rými eru bara andstyggileg“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 07:00 Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir mikilvægt að börn sem bíða eftir einhverfugreiningu fái þjónustu sem fyrst. Vísir/Vilhelm Leyfa þarf börnum sem bíða eftir einhverfugreiningu að njóta vafans og veita þeim þjónustu strax. Þetta segir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og bætir við að skólakerfið henti þessum hóp verr en áður þar sem stærri bekkir og opin rými reynast hópnum oft erfið. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem hún segir greininguna tryggja honum betri þjónustu. Nærri fjórtán hundruð börn bíða nú eftir einhverfu eða ADHD greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni en það eru nærri tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir dæmi um að liðið hafi allt að fimm ár frá því grunur vaknar hjá foreldrum fyrst um að barnið gæti verið með einhverfu þar til greining fæst. „Því að oft eru það leikskólarnir eða heilsugæslan sem að draga úr og segja við skulum leyfa barninu að njóta vafans og sjá til og bíða. Þá er beðið kannski í ár eða jafnvel tvö áður en nokkuð er gert. Þá fyrst kemstu inn á þessa grunnbiðlista hjá Félagsþjónustunni og svo þegar komin er frumniðurstaða þar þá ferðu á biðlistann hjá Geðheilsumiðstöð barna eða Greiningarstöð“ Mikilvægt að þjónustan komi strax Hún segir foreldra oft koma að lokuðum dyrum hjá skólunum áður en formleg greining er komin. Mikilvægt sé að börnin fái strax þjónustu þegar grunur vaknar um einhverfu. „Við bara viljum að um leið og það kemur upp grunur að þá einfaldlega fái barnið þjónustu og gengið sé út frá því að barnið sé einhverft þar til annað kemur í ljós. Það er töluverður misbrestur á þessu og aðallega í grunnskólakerfinu. Leikskólinn bregst betur við.“ Þá sagði Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar í viðtali við fréttastofu að skoða þurfi skólakerfið en sum börn passi ekki inn í það eins og það er núna. Þannig henti stórir bekkir oft verr börnum með einhverfu en fleiri börn úr því umhverfi leiti sér aðstoðar. Í dag er börnum stundum kennt í stærri bekkjum en áður og í sumum skólum er teymiskennsla þar sem öllum árganginum er jafnvel kennt saman og í sama rými. Þannig eru dæmi um að um fimmtíu börn séu í sama rýminu. Sigrún segir slíkt henta mörgum börnum illa. „Skólakerfið hentar okkar börnum mun verr núna og þessar stóru bekkjardeildir, stöðugt verið að flytja börnin á milli borða. Það eru kannski þrír kennarar með stóran hóp það er svo margt sem veldur óþægindum fyrir okkar hóp. Opin rými eru bara andstyggileg í rauninni. Það er mikið skynáreiti í þeim, oft óþægileg hljóð og svo eru náttúrlega litir og lýsing og margt annað sem getur truflað. Þetta er ekki gott fyrir nein börn. Hvað þá okkar börn eða ADHD börn. Þetta veldur bara róti og vanlíðan.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. 25. mars 2023 22:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem hún segir greininguna tryggja honum betri þjónustu. Nærri fjórtán hundruð börn bíða nú eftir einhverfu eða ADHD greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni en það eru nærri tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir dæmi um að liðið hafi allt að fimm ár frá því grunur vaknar hjá foreldrum fyrst um að barnið gæti verið með einhverfu þar til greining fæst. „Því að oft eru það leikskólarnir eða heilsugæslan sem að draga úr og segja við skulum leyfa barninu að njóta vafans og sjá til og bíða. Þá er beðið kannski í ár eða jafnvel tvö áður en nokkuð er gert. Þá fyrst kemstu inn á þessa grunnbiðlista hjá Félagsþjónustunni og svo þegar komin er frumniðurstaða þar þá ferðu á biðlistann hjá Geðheilsumiðstöð barna eða Greiningarstöð“ Mikilvægt að þjónustan komi strax Hún segir foreldra oft koma að lokuðum dyrum hjá skólunum áður en formleg greining er komin. Mikilvægt sé að börnin fái strax þjónustu þegar grunur vaknar um einhverfu. „Við bara viljum að um leið og það kemur upp grunur að þá einfaldlega fái barnið þjónustu og gengið sé út frá því að barnið sé einhverft þar til annað kemur í ljós. Það er töluverður misbrestur á þessu og aðallega í grunnskólakerfinu. Leikskólinn bregst betur við.“ Þá sagði Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar í viðtali við fréttastofu að skoða þurfi skólakerfið en sum börn passi ekki inn í það eins og það er núna. Þannig henti stórir bekkir oft verr börnum með einhverfu en fleiri börn úr því umhverfi leiti sér aðstoðar. Í dag er börnum stundum kennt í stærri bekkjum en áður og í sumum skólum er teymiskennsla þar sem öllum árganginum er jafnvel kennt saman og í sama rými. Þannig eru dæmi um að um fimmtíu börn séu í sama rýminu. Sigrún segir slíkt henta mörgum börnum illa. „Skólakerfið hentar okkar börnum mun verr núna og þessar stóru bekkjardeildir, stöðugt verið að flytja börnin á milli borða. Það eru kannski þrír kennarar með stóran hóp það er svo margt sem veldur óþægindum fyrir okkar hóp. Opin rými eru bara andstyggileg í rauninni. Það er mikið skynáreiti í þeim, oft óþægileg hljóð og svo eru náttúrlega litir og lýsing og margt annað sem getur truflað. Þetta er ekki gott fyrir nein börn. Hvað þá okkar börn eða ADHD börn. Þetta veldur bara róti og vanlíðan.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. 25. mars 2023 22:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01
Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. 25. mars 2023 22:32