Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 10:32 Vegagerðin segir mikilvægt að ákvörðunarvaldið um hámarkshraða liggi hjá stofnuninni. Vísir/Egill Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira