Hvað með umsækjendur, Bjarni Ben? Derek T. Allen skrifar 31. mars 2023 09:30 Í gær á Alþingi Íslendinga var vantrauststillögu á dómsmálaráðherra hafnað af meirihluta Alþingis. Umræðan um vinnubrögð ráðherrans hefur verið sérlega hituð undanfarið og að miklu leyti hefur gleymst að hafa í huga hagsmuni umsækjanda um ríkisborgararétt til Alþingis. Þetta er það eina sem ég get sammælst fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um. Úr ræðustól gaf hann til kynna að flestir umsækjendur mættu bíða eftir niðurstöðu vegna þess að þau væru komin með atvinnuleyfi eða annars konar dvalarleyfi á milli handa. Þetta er útúrsnúningur og sem einn af þeim 136 sem sótti um (og hlaut) ríkisborgararétt í þeirri umferð þykir mér það afar mikilvægt að koma nokkrum hlutum á hreint. Eins og nokkrir ítrekuðu upp í pontu bendi ég einnig á það að um lögbrot er að ræða. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig aðstæður hvers umsækjanda voru á þeim tíma sem sótt var um. Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir afhendingu gagna frá Útlendingastofnun til Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og hindraði þingið í að sinna hlutverki sínu. Hæstvirtur ráðherra braut gegn 51. gr. þingskaparlaga og hindraði þannig störf þingsins. Ef honum líkar ekki tiltekin ákvæði laganna er það gott og gilt, en það kallar á lagabreytingu frekar en að fara eftir eigin túlkun sem stenst enga skoðun. Einnig vil ég varpa ljósi á hversu mikið liggur á lausu lofti á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Allt veltur á þessari ákvörðun. Atvinnumöguleikar, fjölskyldulífið, og framtíðin öll ráðast af því hvort þingið telji þig verðskulda ríkisborgararétt. Þó að einstaklingur sé kominn með dvalarleyfi af einhverju tagi er það ekki þessi gullni miði sem fjármálaráðherra virðist halda að það sé, enda geta forsendur dvalar á landinu breyst skyldi maður útskrifast úr námi, slíta hjúskap, missa vinnuna, o.s.frv. Ég var sjálfur á leiðinni út úr minni vinnu og fékk loksins ríkisborgararétt í hendur u.þ.b. þremur vikum áður en ég hefði átt að sækja um nýtt dvalarleyfi (og vonandi fá það veitt) eða yfirgefa landið. Ekki var hægt að bíða í mínu tilviki og ég get auðveldlega ímyndað mér að önnur voru í miklu verri stöðu, þar sem ég nýt þeirra forréttinda að koma frá lýðræðislegu landi. (Dómsmálaráðuneytið veit þetta nú þegar þar sem upplýsingar um mig og aðra umsækjendur láku til þeirra frá Útlendingastofnun). Vissulega voru sumir umsækjendur afslappaðir, en það að maður dvelji ekki ólöglega í landinu þýðir ekki að lífið sé bara hress ekkert stress. Þessi fullyrðing sýnir hversu fáfróður meirihluti okkar þings er um raunveruleika þessara umsækjanda. Það að fjármálaráðherra skuli þykjast láta sig innflytjendur varða með þessum hætti er næstum eins skammarlegt og framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli. „Hvað með umsækjendur?“ spyr hann vitandi að honum var sama um okkur þangað til það hentaði honum. Okkar þingfulltrúar hafa tekið skýra afstöðu, þess vegna skal ég líka. Sem umsækjandi harma þessa taktík fjármálaráðherra og fordæmi þau skilaboð sem þingið hefur sent til mín og allra annarra umsækjanda að boðlegt sé að brjóta á okkur. Höfundur er bara einhver útlendingur sem veit ekkert hvað hann er að tala um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í gær á Alþingi Íslendinga var vantrauststillögu á dómsmálaráðherra hafnað af meirihluta Alþingis. Umræðan um vinnubrögð ráðherrans hefur verið sérlega hituð undanfarið og að miklu leyti hefur gleymst að hafa í huga hagsmuni umsækjanda um ríkisborgararétt til Alþingis. Þetta er það eina sem ég get sammælst fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um. Úr ræðustól gaf hann til kynna að flestir umsækjendur mættu bíða eftir niðurstöðu vegna þess að þau væru komin með atvinnuleyfi eða annars konar dvalarleyfi á milli handa. Þetta er útúrsnúningur og sem einn af þeim 136 sem sótti um (og hlaut) ríkisborgararétt í þeirri umferð þykir mér það afar mikilvægt að koma nokkrum hlutum á hreint. Eins og nokkrir ítrekuðu upp í pontu bendi ég einnig á það að um lögbrot er að ræða. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig aðstæður hvers umsækjanda voru á þeim tíma sem sótt var um. Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir afhendingu gagna frá Útlendingastofnun til Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og hindraði þingið í að sinna hlutverki sínu. Hæstvirtur ráðherra braut gegn 51. gr. þingskaparlaga og hindraði þannig störf þingsins. Ef honum líkar ekki tiltekin ákvæði laganna er það gott og gilt, en það kallar á lagabreytingu frekar en að fara eftir eigin túlkun sem stenst enga skoðun. Einnig vil ég varpa ljósi á hversu mikið liggur á lausu lofti á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Allt veltur á þessari ákvörðun. Atvinnumöguleikar, fjölskyldulífið, og framtíðin öll ráðast af því hvort þingið telji þig verðskulda ríkisborgararétt. Þó að einstaklingur sé kominn með dvalarleyfi af einhverju tagi er það ekki þessi gullni miði sem fjármálaráðherra virðist halda að það sé, enda geta forsendur dvalar á landinu breyst skyldi maður útskrifast úr námi, slíta hjúskap, missa vinnuna, o.s.frv. Ég var sjálfur á leiðinni út úr minni vinnu og fékk loksins ríkisborgararétt í hendur u.þ.b. þremur vikum áður en ég hefði átt að sækja um nýtt dvalarleyfi (og vonandi fá það veitt) eða yfirgefa landið. Ekki var hægt að bíða í mínu tilviki og ég get auðveldlega ímyndað mér að önnur voru í miklu verri stöðu, þar sem ég nýt þeirra forréttinda að koma frá lýðræðislegu landi. (Dómsmálaráðuneytið veit þetta nú þegar þar sem upplýsingar um mig og aðra umsækjendur láku til þeirra frá Útlendingastofnun). Vissulega voru sumir umsækjendur afslappaðir, en það að maður dvelji ekki ólöglega í landinu þýðir ekki að lífið sé bara hress ekkert stress. Þessi fullyrðing sýnir hversu fáfróður meirihluti okkar þings er um raunveruleika þessara umsækjanda. Það að fjármálaráðherra skuli þykjast láta sig innflytjendur varða með þessum hætti er næstum eins skammarlegt og framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli. „Hvað með umsækjendur?“ spyr hann vitandi að honum var sama um okkur þangað til það hentaði honum. Okkar þingfulltrúar hafa tekið skýra afstöðu, þess vegna skal ég líka. Sem umsækjandi harma þessa taktík fjármálaráðherra og fordæmi þau skilaboð sem þingið hefur sent til mín og allra annarra umsækjanda að boðlegt sé að brjóta á okkur. Höfundur er bara einhver útlendingur sem veit ekkert hvað hann er að tala um.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar