Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 06:48 Organistinn er ekki nefndur á nafn í frétt Fréttablaðsins en Sólveig Sigríður hefur verið organisti Digraneskirkju um nokkurt skeið. Vísir/Vilhelm Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01
Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49