Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 06:48 Organistinn er ekki nefndur á nafn í frétt Fréttablaðsins en Sólveig Sigríður hefur verið organisti Digraneskirkju um nokkurt skeið. Vísir/Vilhelm Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01
Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49