Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 12:28 Allir eru í viðbragðsstöðu á Austfjörðum vegna stöðunnar. Landsbjörg Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir. Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir.
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06
Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03
Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10
Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49