Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á nýársnótt Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stunguárás í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Annar tveggja manna sem hann átti í átökum við hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Fórnarlambs manndrápstilraunarinnar var sýknað af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar. Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar.
Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent