Blikar fá að vera gestgjafar í forkeppninni Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2023 15:29 Breiðablik varð Íslandsmeistari með afar sannfærandi hætti í fyrra og leikur því í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks verða á heimavelli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í sumar, rétt eins og Víkingar voru á síðustu leiktíð. Blikar munu berjast við landsmeistarana frá Svartfjallalandi, Andorra og San Marínó um eitt laust sæti í hinni eiginlegu undankeppni Meistaradeildarinnar. Meistararnir í Andorra, Inter Escaldes, greina frá því á Twitter að búið sé að staðfesta að forkeppnin fari fram í Kópavogi dagana 27.-30. júní. Í tísti þeirra kemur fram að notast verði við myndbandsdómgæslu ef á þarf að halda. Confirmat: Islàndia, un altre cop, acollirà la Ronda Preliminar de la @ChampionsLeague La fase es jugarà entre el 27 i 30 de juny a Kópavogur i hi comptarà per primer cop amb el sistema VAR.Hi tornarem? #seremmés #ChampionsLeague pic.twitter.com/48XnnWUPda— Inter Club Escaldes (@interescaldes) March 28, 2023 Í Víkinni í fyrra vann Víkingur 1-0 sigur gegn Inter Escaldes í úrslitaleik forkeppninnar, eftir að hafa slegið út Levadia frá Eistlandi í undanúrslitum. Aðeins lægst skrifuðu þjóðir Evrópuboltans þurfa að fara í gegnum forkeppnina til að komast í undankeppnina, en horft er til síðustu fimm leiktíða við útreikninga á stöðu þjóða. Vegna árangurs íslensku liðanna í Evrópuleikjunum í fyrra er nú þegar ljóst að næstu Íslandsmeistarar þurfa ekki að fara í forkeppnina á næsta ári. Sigurliðið í forkeppninni í júní kemst í fyrstu umferð af fjórum í undankeppni Meistaradeildarinnar. Liðin sem detta út í forkeppninni fara beint í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Blikar munu berjast við landsmeistarana frá Svartfjallalandi, Andorra og San Marínó um eitt laust sæti í hinni eiginlegu undankeppni Meistaradeildarinnar. Meistararnir í Andorra, Inter Escaldes, greina frá því á Twitter að búið sé að staðfesta að forkeppnin fari fram í Kópavogi dagana 27.-30. júní. Í tísti þeirra kemur fram að notast verði við myndbandsdómgæslu ef á þarf að halda. Confirmat: Islàndia, un altre cop, acollirà la Ronda Preliminar de la @ChampionsLeague La fase es jugarà entre el 27 i 30 de juny a Kópavogur i hi comptarà per primer cop amb el sistema VAR.Hi tornarem? #seremmés #ChampionsLeague pic.twitter.com/48XnnWUPda— Inter Club Escaldes (@interescaldes) March 28, 2023 Í Víkinni í fyrra vann Víkingur 1-0 sigur gegn Inter Escaldes í úrslitaleik forkeppninnar, eftir að hafa slegið út Levadia frá Eistlandi í undanúrslitum. Aðeins lægst skrifuðu þjóðir Evrópuboltans þurfa að fara í gegnum forkeppnina til að komast í undankeppnina, en horft er til síðustu fimm leiktíða við útreikninga á stöðu þjóða. Vegna árangurs íslensku liðanna í Evrópuleikjunum í fyrra er nú þegar ljóst að næstu Íslandsmeistarar þurfa ekki að fara í forkeppnina á næsta ári. Sigurliðið í forkeppninni í júní kemst í fyrstu umferð af fjórum í undankeppni Meistaradeildarinnar. Liðin sem detta út í forkeppninni fara beint í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira