ESB lætur undan Þjóðverjum með bann við bensín- og dísilbílum Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 07:39 Kona dælir bensíni á bíl í Portúgal. ESB ætlar að banna sölu nýrra jarðefniseldsneytisbíla í álfunni frá árinu 2035. Vísir/Getty Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina. Bann við sölu nýrra jarðefnaeldsneytisknúinn bifreiða á að taka gildi í Evrópu árið 2035 sem liður í markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Rétt áður en greiða átti atkvæði um endanlega útgáfu bannsins settu þýsk stjórnvöld fram kröfu um sala á bílum með brunahreyflum verði áfram leyfileg ef þeir ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti. Bílaiðnaðurinn í Þýskalandi er sagður styðja þá hugmynd. Samkomulag um málamiðlun náðist á föstudag. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskalands, sagði að sala á bílum með brunahreyfla verði leyfð eftir 2035 svo lengi sem bílarnir ganga eingöngu fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðsla um bannið á að fara fram á morgun, að sögn Svía sem fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Bannið gæti þá öðlast gildi á þriðjudag. Rafeldsneyti er blanda af vetni sem er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og fönguðum koltvísýringi. Bruni á rafeldsneyti losar koltvísýring út í andrúmsloftið. Eldsneytið á hins vegar að vera kolefnishlutlaust þar sem losunin á að vera jöfn magninu sem var fangað til þess að framleiða eldsneytið. Grænfriðungar fordæmdu málamiðlun ESB og Þýskalands og lýstu henni sem bakslagi fyrir loftslagsaðgerðir. „Þetta daunilla samkomulag grefur undan vernd loftslagsins í samgöngum og það skaðar Evrópu,“ sagði Benjamin Stephan, talsmaður samtakanna. Evrópusambandið Þýskaland Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Bann við sölu nýrra jarðefnaeldsneytisknúinn bifreiða á að taka gildi í Evrópu árið 2035 sem liður í markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Rétt áður en greiða átti atkvæði um endanlega útgáfu bannsins settu þýsk stjórnvöld fram kröfu um sala á bílum með brunahreyflum verði áfram leyfileg ef þeir ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti. Bílaiðnaðurinn í Þýskalandi er sagður styðja þá hugmynd. Samkomulag um málamiðlun náðist á föstudag. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskalands, sagði að sala á bílum með brunahreyfla verði leyfð eftir 2035 svo lengi sem bílarnir ganga eingöngu fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðsla um bannið á að fara fram á morgun, að sögn Svía sem fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Bannið gæti þá öðlast gildi á þriðjudag. Rafeldsneyti er blanda af vetni sem er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og fönguðum koltvísýringi. Bruni á rafeldsneyti losar koltvísýring út í andrúmsloftið. Eldsneytið á hins vegar að vera kolefnishlutlaust þar sem losunin á að vera jöfn magninu sem var fangað til þess að framleiða eldsneytið. Grænfriðungar fordæmdu málamiðlun ESB og Þýskalands og lýstu henni sem bakslagi fyrir loftslagsaðgerðir. „Þetta daunilla samkomulag grefur undan vernd loftslagsins í samgöngum og það skaðar Evrópu,“ sagði Benjamin Stephan, talsmaður samtakanna.
Evrópusambandið Þýskaland Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira