ESB lætur undan Þjóðverjum með bann við bensín- og dísilbílum Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 07:39 Kona dælir bensíni á bíl í Portúgal. ESB ætlar að banna sölu nýrra jarðefniseldsneytisbíla í álfunni frá árinu 2035. Vísir/Getty Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina. Bann við sölu nýrra jarðefnaeldsneytisknúinn bifreiða á að taka gildi í Evrópu árið 2035 sem liður í markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Rétt áður en greiða átti atkvæði um endanlega útgáfu bannsins settu þýsk stjórnvöld fram kröfu um sala á bílum með brunahreyflum verði áfram leyfileg ef þeir ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti. Bílaiðnaðurinn í Þýskalandi er sagður styðja þá hugmynd. Samkomulag um málamiðlun náðist á föstudag. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskalands, sagði að sala á bílum með brunahreyfla verði leyfð eftir 2035 svo lengi sem bílarnir ganga eingöngu fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðsla um bannið á að fara fram á morgun, að sögn Svía sem fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Bannið gæti þá öðlast gildi á þriðjudag. Rafeldsneyti er blanda af vetni sem er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og fönguðum koltvísýringi. Bruni á rafeldsneyti losar koltvísýring út í andrúmsloftið. Eldsneytið á hins vegar að vera kolefnishlutlaust þar sem losunin á að vera jöfn magninu sem var fangað til þess að framleiða eldsneytið. Grænfriðungar fordæmdu málamiðlun ESB og Þýskalands og lýstu henni sem bakslagi fyrir loftslagsaðgerðir. „Þetta daunilla samkomulag grefur undan vernd loftslagsins í samgöngum og það skaðar Evrópu,“ sagði Benjamin Stephan, talsmaður samtakanna. Evrópusambandið Þýskaland Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Bann við sölu nýrra jarðefnaeldsneytisknúinn bifreiða á að taka gildi í Evrópu árið 2035 sem liður í markmiði Evrópusambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Rétt áður en greiða átti atkvæði um endanlega útgáfu bannsins settu þýsk stjórnvöld fram kröfu um sala á bílum með brunahreyflum verði áfram leyfileg ef þeir ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti. Bílaiðnaðurinn í Þýskalandi er sagður styðja þá hugmynd. Samkomulag um málamiðlun náðist á föstudag. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskalands, sagði að sala á bílum með brunahreyfla verði leyfð eftir 2035 svo lengi sem bílarnir ganga eingöngu fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðsla um bannið á að fara fram á morgun, að sögn Svía sem fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Bannið gæti þá öðlast gildi á þriðjudag. Rafeldsneyti er blanda af vetni sem er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og fönguðum koltvísýringi. Bruni á rafeldsneyti losar koltvísýring út í andrúmsloftið. Eldsneytið á hins vegar að vera kolefnishlutlaust þar sem losunin á að vera jöfn magninu sem var fangað til þess að framleiða eldsneytið. Grænfriðungar fordæmdu málamiðlun ESB og Þýskalands og lýstu henni sem bakslagi fyrir loftslagsaðgerðir. „Þetta daunilla samkomulag grefur undan vernd loftslagsins í samgöngum og það skaðar Evrópu,“ sagði Benjamin Stephan, talsmaður samtakanna.
Evrópusambandið Þýskaland Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira