Íslendingur í átta ára fangelsi fyrir nauðgun og gróft ofbeldi í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 10:36 Nágranni gerði lögreglu viðvart þegar hann sá konuna og Geirmund nakin á svölum íbúðar hennar. Konan hrópaði á hjálp en hann dró hana inn aftur. Vísir/Getty Íslenskur ríkisborgari á fertugsaldri sem hefur þó verið búsettur í Svíþjóð allt sitt líf var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu og beita hana grófu ofbeldi fyrr í þessum mánuði. Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi í Svíþjóð. Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess. Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess.
Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent