Gefum íslensku séns! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. mars 2023 14:00 Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Íslensk tunga Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar