Jónatan: Við erum að falla á tíma Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. mars 2023 21:21 Víkingur - KA Olísdeild karla vetur 2021 - 2022 handbolti HSÍ Jónatan Magnússon Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“ Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“
Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira