Jónatan: Við erum að falla á tíma Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. mars 2023 21:21 Víkingur - KA Olísdeild karla vetur 2021 - 2022 handbolti HSÍ Jónatan Magnússon Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“ Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
„Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“
Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira