Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 17:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu fyrr í mánuðinum. Vísir/Ívar Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans. Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira