Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 17:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu fyrr í mánuðinum. Vísir/Ívar Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans. Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira