Hátt í fjórir milljarðar munu búa við vatnsskort eftir tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2023 11:37 Alþjóðlegi vatnsdagurinn er í dag. Hér eru krakkar í Rio de Janeiro í Brasilíu að baða sig í ánni í tilefni dagsins. Getty/Fabio Teixeira 3,5 milljarðar manna munu búa við vatnsskort árið 2025 vegna mengunar ef mannkynið breytir ekki framkomu sinni við vatn. Sérfræðingur segir að Íslendingar, eins og aðrir, þurfi að vernda vatnið sitt betur. Alþjóðadagur vatnsins er í dag, enda tilefni til að halda upp á þetta lífsnauðsynlega efni. Þrátt fyrir mikilvægi vatns hefur slæm umgengni um það valdið því að allt að 3,5 miljarðar manna muni búa við vatnsskort árið 2025, að stórum hluta vegna mengunar sem gert hefur það ódrykkjarhæft. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við vampírískri ofnotkun á vatni í heiminum og heimsbúar þurfi að fara að huga verulega að vatnsnotkun. „Það þarf ekkert rosalega mikið að gerast til þess að vatn mengist,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Greint var frá því á mánudag að mannkynið þurfi að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Vegna hnattrænnar hlýnunar eru þurrkar farnir að vera algengari í öllum heimsálfum og meira að segja hér á Íslandi, þar sem almennt hefur verið ofgnótt af vatni. „Það hefur kannski ekki verið mikil vitund meðal Íslendinga um að okkur beri að vernda vatnið okkar, kannski af því við höfum haft svo mikið af því,“ segir Eydís. Þar spili verndun jökla stórt hlutverk. „Í rauninni kannski þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íslensku jöklunum á næstu árum en það er alveg fyrirséð og um leið og einn jökull hörfar breytast gríðarlega stór afrennslissvæði,“ segir Eydís. „Þetta getur breytt gríðarlega miklu og haft mjög mikil áhrif á grunnvatnsstöðu á Íslandi.“ Hún hvetur fólk að fara út í náttúruna, finna sér lækjarsprænu eða fara út í fjöru og hlusta á vatnið. „Hlusta á vatnið og pæla svolítið í því og hvað við þurfum að gera til að passa upp á það. Hvort við getum gert bara með því að hreinsa til í kringum okkur, passa að það fari ekki rusl út í vatnið okkar og passa að við séum ekki að henda rusli í ána sem er okkur kær. Og bara njóta þess að vera í náttúrunni.“ Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Alþjóðadagur vatnsins er í dag, enda tilefni til að halda upp á þetta lífsnauðsynlega efni. Þrátt fyrir mikilvægi vatns hefur slæm umgengni um það valdið því að allt að 3,5 miljarðar manna muni búa við vatnsskort árið 2025, að stórum hluta vegna mengunar sem gert hefur það ódrykkjarhæft. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við vampírískri ofnotkun á vatni í heiminum og heimsbúar þurfi að fara að huga verulega að vatnsnotkun. „Það þarf ekkert rosalega mikið að gerast til þess að vatn mengist,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Greint var frá því á mánudag að mannkynið þurfi að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Vegna hnattrænnar hlýnunar eru þurrkar farnir að vera algengari í öllum heimsálfum og meira að segja hér á Íslandi, þar sem almennt hefur verið ofgnótt af vatni. „Það hefur kannski ekki verið mikil vitund meðal Íslendinga um að okkur beri að vernda vatnið okkar, kannski af því við höfum haft svo mikið af því,“ segir Eydís. Þar spili verndun jökla stórt hlutverk. „Í rauninni kannski þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íslensku jöklunum á næstu árum en það er alveg fyrirséð og um leið og einn jökull hörfar breytast gríðarlega stór afrennslissvæði,“ segir Eydís. „Þetta getur breytt gríðarlega miklu og haft mjög mikil áhrif á grunnvatnsstöðu á Íslandi.“ Hún hvetur fólk að fara út í náttúruna, finna sér lækjarsprænu eða fara út í fjöru og hlusta á vatnið. „Hlusta á vatnið og pæla svolítið í því og hvað við þurfum að gera til að passa upp á það. Hvort við getum gert bara með því að hreinsa til í kringum okkur, passa að það fari ekki rusl út í vatnið okkar og passa að við séum ekki að henda rusli í ána sem er okkur kær. Og bara njóta þess að vera í náttúrunni.“
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24