Hátt í fjórir milljarðar munu búa við vatnsskort eftir tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2023 11:37 Alþjóðlegi vatnsdagurinn er í dag. Hér eru krakkar í Rio de Janeiro í Brasilíu að baða sig í ánni í tilefni dagsins. Getty/Fabio Teixeira 3,5 milljarðar manna munu búa við vatnsskort árið 2025 vegna mengunar ef mannkynið breytir ekki framkomu sinni við vatn. Sérfræðingur segir að Íslendingar, eins og aðrir, þurfi að vernda vatnið sitt betur. Alþjóðadagur vatnsins er í dag, enda tilefni til að halda upp á þetta lífsnauðsynlega efni. Þrátt fyrir mikilvægi vatns hefur slæm umgengni um það valdið því að allt að 3,5 miljarðar manna muni búa við vatnsskort árið 2025, að stórum hluta vegna mengunar sem gert hefur það ódrykkjarhæft. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við vampírískri ofnotkun á vatni í heiminum og heimsbúar þurfi að fara að huga verulega að vatnsnotkun. „Það þarf ekkert rosalega mikið að gerast til þess að vatn mengist,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Greint var frá því á mánudag að mannkynið þurfi að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Vegna hnattrænnar hlýnunar eru þurrkar farnir að vera algengari í öllum heimsálfum og meira að segja hér á Íslandi, þar sem almennt hefur verið ofgnótt af vatni. „Það hefur kannski ekki verið mikil vitund meðal Íslendinga um að okkur beri að vernda vatnið okkar, kannski af því við höfum haft svo mikið af því,“ segir Eydís. Þar spili verndun jökla stórt hlutverk. „Í rauninni kannski þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íslensku jöklunum á næstu árum en það er alveg fyrirséð og um leið og einn jökull hörfar breytast gríðarlega stór afrennslissvæði,“ segir Eydís. „Þetta getur breytt gríðarlega miklu og haft mjög mikil áhrif á grunnvatnsstöðu á Íslandi.“ Hún hvetur fólk að fara út í náttúruna, finna sér lækjarsprænu eða fara út í fjöru og hlusta á vatnið. „Hlusta á vatnið og pæla svolítið í því og hvað við þurfum að gera til að passa upp á það. Hvort við getum gert bara með því að hreinsa til í kringum okkur, passa að það fari ekki rusl út í vatnið okkar og passa að við séum ekki að henda rusli í ána sem er okkur kær. Og bara njóta þess að vera í náttúrunni.“ Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Alþjóðadagur vatnsins er í dag, enda tilefni til að halda upp á þetta lífsnauðsynlega efni. Þrátt fyrir mikilvægi vatns hefur slæm umgengni um það valdið því að allt að 3,5 miljarðar manna muni búa við vatnsskort árið 2025, að stórum hluta vegna mengunar sem gert hefur það ódrykkjarhæft. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við vampírískri ofnotkun á vatni í heiminum og heimsbúar þurfi að fara að huga verulega að vatnsnotkun. „Það þarf ekkert rosalega mikið að gerast til þess að vatn mengist,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Greint var frá því á mánudag að mannkynið þurfi að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Vegna hnattrænnar hlýnunar eru þurrkar farnir að vera algengari í öllum heimsálfum og meira að segja hér á Íslandi, þar sem almennt hefur verið ofgnótt af vatni. „Það hefur kannski ekki verið mikil vitund meðal Íslendinga um að okkur beri að vernda vatnið okkar, kannski af því við höfum haft svo mikið af því,“ segir Eydís. Þar spili verndun jökla stórt hlutverk. „Í rauninni kannski þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íslensku jöklunum á næstu árum en það er alveg fyrirséð og um leið og einn jökull hörfar breytast gríðarlega stór afrennslissvæði,“ segir Eydís. „Þetta getur breytt gríðarlega miklu og haft mjög mikil áhrif á grunnvatnsstöðu á Íslandi.“ Hún hvetur fólk að fara út í náttúruna, finna sér lækjarsprænu eða fara út í fjöru og hlusta á vatnið. „Hlusta á vatnið og pæla svolítið í því og hvað við þurfum að gera til að passa upp á það. Hvort við getum gert bara með því að hreinsa til í kringum okkur, passa að það fari ekki rusl út í vatnið okkar og passa að við séum ekki að henda rusli í ána sem er okkur kær. Og bara njóta þess að vera í náttúrunni.“
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24