Með lambhúshettu í dómsal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 10:31 Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir. Vísir Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. Málið varðar líkamsárás sem framin var fimmtudagskvöldið 17. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur. Hópur manna réðst þá inn á skemmtistaðinn og niður í kjallara hans þar sem þrír menn voru saman komnir. Þeir réðust að mönnunum þremur og veittu þeim mikla áverka en atvikið náðist á upptöku öryggismyndavélar. Þingfestingin hófst klukkan tíu þegar sex ákærðu voru leiddir fyrir dóm. Þar komu fram fimm sem voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og sá eini sem var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir Nítján ára ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður, sem var nýorðinn nítján ára þegar árásin var framin, var einn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið einn tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Fyrir að hafa stungið annan einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri. Hann játaði háttsemina en neitaði að öðru leyti sök en vildi ekki taka afstöðu til bótakröfunnar á þessu stigi máls. Annar karlmaður, sem var gert að sök að hafa veist að einum mannanna með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum, neitaði sök. Hann játaði háttsemina en neitaði heimfærslu til refsiákvæða og hafnaði auk þess bótakröfunni. Sá þriðji, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með einu hnefahöggi og sparkað í annan þar sem hann lá, hafnaði verknaðarlýsingu og því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar ásamt heimfærslu til refsiákvæða. Þá hafnaði hann bótakröfu. Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir Fjórði, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og hrint öðrum svo hann féll við, neitaði heimfærslu til refsiákvæða, játaði verknaðarlýsingu að hluta og hafnaði bótakröfu. Sá fimmti neitaði sök og hafnaði bótakröfu. Sá sjötti neitaði sök, hafnaði bótakröfu og áskildi sér rétt til að skila greinargerð. Fórnarlömb árásarinnar hafa farið fram á fimm milljónir hvert í skaðabætur. Hver á eftir öðrum neitar sök Í öðru hollinu, sem hófst klukkan hálf tólf, voru fimm. Allir voru þeir ákærðir fyrir líkamsárás, fyrir að hafa ýmist sparkað og slegið mennina þrjá, meðal annars þar sem þeir lágu í gólfinu. Allir fimm neituðu sök, höfnuðu bótakröfu, mótmæltu heimfærslu og mótmæltu því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar, eins og lýst var í ákæru. Þá mótmæltu einhverjir verknaðarlýsingu í árkæru. Klukkan hálf tvö mætti svo þriðja hollið en í því voru sex. Einn er hins vegar staddur í útlöndum og verður því boðaður í fyrirtöku hjá dómara síðar í vikunni til að taka afstöðu til ákærunnar. Af þeim fimm sem mættu, sem allir eru ákærðir fyrir að hafa í félagi við þá sem eru ákærðir fyrir líkamsárás og manndrápstilraun, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og verið þeim þar til að liðsinna í verki og veirð við þá liðsauki. Allir neituðu þeir sök og höfnuðu bótakröfu. Fjórða hollið mætti fyrir dóm klukkan þrjú og áttu þar sjö að mæta en eins var saknað og verjandi hans ekkert í hann náð í allan dag. Allir eru þeir ákærðir fyrir það sama og þeir sem mættu í þriðja holli. Hinir sex voru samstíga í afstöðu til ákæru: sögðust allir hafa verið á staðnum, misjafnt hvort þeir sögðust hafa farið niður í kjallara Bankastræti Club eða ekki, en neituðu allir ákæru og höfnuðu bótakröfu. Þeir sex sem eiga eftir að mæta fyrir dóm og taka afstöðu til ákæru munu gera það síðar í vikunni. Fréttin var uppfærð klukkan 15:20. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Málið varðar líkamsárás sem framin var fimmtudagskvöldið 17. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur. Hópur manna réðst þá inn á skemmtistaðinn og niður í kjallara hans þar sem þrír menn voru saman komnir. Þeir réðust að mönnunum þremur og veittu þeim mikla áverka en atvikið náðist á upptöku öryggismyndavélar. Þingfestingin hófst klukkan tíu þegar sex ákærðu voru leiddir fyrir dóm. Þar komu fram fimm sem voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og sá eini sem var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir Nítján ára ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður, sem var nýorðinn nítján ára þegar árásin var framin, var einn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið einn tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Fyrir að hafa stungið annan einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri. Hann játaði háttsemina en neitaði að öðru leyti sök en vildi ekki taka afstöðu til bótakröfunnar á þessu stigi máls. Annar karlmaður, sem var gert að sök að hafa veist að einum mannanna með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum, neitaði sök. Hann játaði háttsemina en neitaði heimfærslu til refsiákvæða og hafnaði auk þess bótakröfunni. Sá þriðji, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með einu hnefahöggi og sparkað í annan þar sem hann lá, hafnaði verknaðarlýsingu og því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar ásamt heimfærslu til refsiákvæða. Þá hafnaði hann bótakröfu. Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir Fjórði, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og hrint öðrum svo hann féll við, neitaði heimfærslu til refsiákvæða, játaði verknaðarlýsingu að hluta og hafnaði bótakröfu. Sá fimmti neitaði sök og hafnaði bótakröfu. Sá sjötti neitaði sök, hafnaði bótakröfu og áskildi sér rétt til að skila greinargerð. Fórnarlömb árásarinnar hafa farið fram á fimm milljónir hvert í skaðabætur. Hver á eftir öðrum neitar sök Í öðru hollinu, sem hófst klukkan hálf tólf, voru fimm. Allir voru þeir ákærðir fyrir líkamsárás, fyrir að hafa ýmist sparkað og slegið mennina þrjá, meðal annars þar sem þeir lágu í gólfinu. Allir fimm neituðu sök, höfnuðu bótakröfu, mótmæltu heimfærslu og mótmæltu því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar, eins og lýst var í ákæru. Þá mótmæltu einhverjir verknaðarlýsingu í árkæru. Klukkan hálf tvö mætti svo þriðja hollið en í því voru sex. Einn er hins vegar staddur í útlöndum og verður því boðaður í fyrirtöku hjá dómara síðar í vikunni til að taka afstöðu til ákærunnar. Af þeim fimm sem mættu, sem allir eru ákærðir fyrir að hafa í félagi við þá sem eru ákærðir fyrir líkamsárás og manndrápstilraun, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og verið þeim þar til að liðsinna í verki og veirð við þá liðsauki. Allir neituðu þeir sök og höfnuðu bótakröfu. Fjórða hollið mætti fyrir dóm klukkan þrjú og áttu þar sjö að mæta en eins var saknað og verjandi hans ekkert í hann náð í allan dag. Allir eru þeir ákærðir fyrir það sama og þeir sem mættu í þriðja holli. Hinir sex voru samstíga í afstöðu til ákæru: sögðust allir hafa verið á staðnum, misjafnt hvort þeir sögðust hafa farið niður í kjallara Bankastræti Club eða ekki, en neituðu allir ákæru og höfnuðu bótakröfu. Þeir sex sem eiga eftir að mæta fyrir dóm og taka afstöðu til ákæru munu gera það síðar í vikunni. Fréttin var uppfærð klukkan 15:20.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda