Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:30 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Vísir/Egill Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“ Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“
Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00
167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34