Skora á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 18:23 Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Íslandspóst ohf. að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni í Breiðholti. Í tillögu sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun kemur meðal annars fram að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar sé ljóst að rekstur pósthúsa verður áfram veigamikill hluti af starfsemi fyrirtækisins. Þá séu fyrirhugaðar breytingar slæmar fyrir flesta þá sem eiga erindi í póstafgreiðslu og hyggjast nota almenningssamgöngur til þess. Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“ Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“
Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira